137. löggjafarþing — 37. fundur,  10. júlí 2009.

endurskipulagning rekstrarhæfra atvinnufyrirtækja.

1. mál
[11:21]
Horfa

Tryggvi Þór Herbertsson (S):

Virðulegi forseti. Ég styð þetta frumvarp í heild sinni en ég get ekki stutt þetta ákvæði. Ég er á móti því og það stafar fyrst og fremst af því að við vitum ekki hvað þessi Bankasýsla er og miðað við þann ramma sem okkur hefur verið sýndur í frumvarpi þá er það afleit hugmynd eins og hún er sett fram. Það þarf miklar breytingar þar á til þess að hægt sé að sætta sig við að gefa þeirri stofnun það vald sem felst í frumvarpinu. Ég get því ekki annað en verið á móti þessu ákvæði og segi nei.