137. löggjafarþing — 38. fundur,  10. júlí 2009.

breytingartillaga og umræða um ESB.

[11:45]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (F):

Virðulegi forseti. Ég vil taka undir þá gagnrýni varðandi þann ræðutíma sem þingmönnum er gefinn. Það hefði verið eðlilegt að gefa öllum tvöfaldan ræðutíma í þessu stóra máli.

Ég kem upp undir fundarstjórn forseta fyrst og fremst af því að forseti þarf að beita sér fyrir því að þingmönnum sé veitt frelsi til að taka ákvarðanir á eigin forsendum, að þeir séu ekki þvingaðir eða kúgaðir eins og kom fram í ræðu fyrsta ræðumanns sem steig í stól. Það var mjög átakanlegt að hlusta á þennan nýja og unga þingmann sem er í sömu sporum og ég, sem varð fyrir þessu.

Ég vil að það komi fram að ég hugðist styðja og ég mun styðja tvöfalda þjóðaratkvæðagreiðslu vegna þess að ég tel að tillaga stjórnarinnar gangi ekki nógu langt og sé ekki í anda þess sem ég hef staðið fyrir og stutt. Þetta er til skammar hvernig komið er.