137. löggjafarþing — 38. fundur,  10. júlí 2009.

breytingartillaga og umræða um ESB.

[11:49]
Horfa

Birgir Ármannsson (S):

Hæstv. forseti. Ég vil árétta það sem fram hefur komið að í 2. mgr. 55. gr. þingskapa hefur forseti heimild til að rýmka ræðutíma um þingmál við hverja umræðu ef það er svo umfangsmikið eða mikilvægt að ekki sé hægt að ræða það á fullnægjandi hátt innan þess tíma sem annars er gefinn til umræðu.

Ég velti fyrir mér hvort hæstv. forseta finnst þetta mál ekki umfangsmikið eða mikilvægt. Er þetta ekki umfangsmikið mál? Er þetta ekki það mál sem lögð hafa verið fram nefndarálit um upp á tugi blaðsíðna? Nefndin hefur verið að störfum í margar vikur. Er þetta ekki umfangsmikið mál? Er þetta ekki (Gripið fram í.) mikilvægt mál? Finnst hv. þingmönnum þetta ekki mikilvægt mál? Finnst hæstv. forseta þetta ekki mikilvægt mál?

Ég spyr: Er ástæðan fyrir því að verið er að keyra þetta mál í gegn á örstuttum tíma sú að ráðherrar Samfylkingarinnar eru búnir að boða sig á fundi erlendis eftir fáa daga og vilja halda þau tímaplön?