137. löggjafarþing — 38. fundur,  10. júlí 2009.

breytingartillaga og umræða um ESB.

[11:51]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Frú forseti. Ég vil eins og fleiri benda á 2. mgr. 55. gr. þar sem forseta er þó heimilað rýmka ræðutíma um þingmál við hverja umræðu, með leyfi frú forseta, ef það er svo umfangsmikið og mikilvægt að ekki sé hægt að ræða það á fullnægjandi hátt innan þeirra reglna sem annars gilda.

Nú vil ég spyrja hæstv. forseta eins og fleiri: Er þetta mál ekki mikilvægt eða umfangsmikið? Mér finnst það vera hvort tveggja. Það er bæði umfangsmikið og mikilvægt. Ég skora á hæstv. forseta að endurskoða ákvörðun sína og tvöfalda ræðutímann, ef ekki þrefalda hann, í þessu mikla máli þannig að menn geti farið í gegnum málið í nokkurn veginn í einni eða tveimur ræðum svo þeir þurfi ekki að flytja um það 10 eða 20 ræður.