137. löggjafarþing — 38. fundur,  10. júlí 2009.

breytingartillaga og umræða um ESB.

[11:54]
Horfa

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (S):

Frú forseti. Ég vil leyfa mér að taka undir með félögum mínum í Sjálfstæðisflokknum og fleirum í stjórnarandstöðunni og hvetja forseta til að nýta þessa heimild, að sýna göfuglyndi og gæsku og hopa undan hælnum á hæstv. forsætisráðherra og minna sjálfa sig á það að hún er forseti allra þingmanna.

Síðan er að leggja út í langar ræður og ræðuhöld um þá fordæmalausu kúgun sem greinilega annar stjórnarflokkurinn, Vinstri græn, hefur orðið fyrir frá Samfylkingunni. Þau verða nú greinilega fyrir fordæmalausri kúgun af hálfu Samfylkingarinnar sem ætlar ekki bara að koma í veg fyrir að þingmenn tali hér og greiði atkvæði samkvæmt eigin samvisku heldur ætlar Samfylkingin líka að knésetja þingið og takmarka ræðutíma þingmanna í þessu mikilvæga máli, mikilvægasta máli Samfylkingarinnar. Það er fordæmalaust, það er ekkert annað en blygðunarlausa kúgun. Ég hvet hæstv. forseta til að sýna mildi, göfuglyndi (Forseti hringir.) og víðsýni og leyfa okkur að tala um málið eins og okkur hentar.