137. löggjafarþing — 38. fundur,  10. júlí 2009.

breytingartillaga og umræða um ESB.

[12:02]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Frú forseti. Ég vil byrja á að taka undir þakkir þingmanna til forseta um mildi hennar að taka tillit til óska okkar. Hins vegar vil ég minna frú forseta á það að hún er útvörður Alþingis gagnvart framkvæmdarvaldinu, það er hún sem stendur vörð um hagsmuni okkar, þingsins, gagnvart framkvæmdarvaldinu. Hér hafa gerst ótrúlegir atburðir, hv. 9. þm. Norðvest., Ásmundur Einar Daðason, lýsir því yfir að hann hafi orðið fyrir kúgun af hendi Samfylkingarinnar, samfylkingarráðherra sem hér sitja, að t.d. hæstv. samgönguráðherra hefði kúgað (Gripið fram í.) hv. þm. Ásmund Einar Daðason til þess að taka ekki þátt í umræðunni, til þess að standa ekki að breytingartillögu o.s.frv. Þetta voru hans orð hér og ég vil að hæstv. forseti taki afstöðu til þessa.