137. löggjafarþing — 38. fundur,  10. júlí 2009.

aðildarumsókn að Evrópusambandinu.

38. mál
[17:26]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Frú forseti. Þetta leiðir hugann að Icesave-samkomulaginu sem gert var þar sem ráðherrann skrifaði undir án þess að þingmenn hefðu séð samkomulagið. Hvað gerist ef það sama gerist núna, að utanríkisráðherra kemur með samkomulag og stjórnarflokkarnir veita honum umboð til að skrifa undir?

Það minnir líka á það sem gerðist í upphafi þessa fundar. Þá kemur einn þingmaður og segir að hann hafi fengið tilkynningu eða merki um að það yrðu stjórnarslit ef hann væri meðflutningsmaður á breytingartillögu. Það er nú allt lýðræðið og sannleiksástin og sannfæringarkrafturinn og allt það.

Gæti ekki nákvæmlega sama staða komið upp, þ.e. að stjórnarliðinu yrði bara tilkynnt að það yrðu stjórnarslit ef þeir ekki skrifi undir samkomulagið sem hæstv. utanríkisráðherra kemur með frá útlöndum, samið í hans vilja og hans anda?