137. löggjafarþing — 38. fundur,  10. júlí 2009.

aðildarumsókn að Evrópusambandinu.

38. mál
[17:49]
Horfa

Ragnheiður E. Árnadóttir (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Hæstv. fjármálaráðherra sagði í ræðu sinni, ágætri ræðu: „Án málamiðlunar um þetta mál hefði þessi ríkisstjórn ekki orðið til.“ Í morgun sagði hv. þm. Ásmundur Einar Daðason að ef hann hefði fylgt sannfæringu sinni hefði það þýtt stjórnarslit. Í Morgunblaðinu eða á mbl.is er haft eftir hæstv. ráðherra að það gangi ekki að þingmenn myndi bandalag gegn ríkisstjórninni. Því vil ég spyrja ráðherrann: Túlkar hæstv. fjármálaráðherra það sem bandalag gegn ríkisstjórninni ef einstakir þingmenn Vinstri grænna mundu kjósa með breytingartillögu hv. þingmanna Bjarna Benediktssonar og Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur um tvöfalda þjóðaratkvæðagreiðslu og fylgja sannfæringu sinni?