137. löggjafarþing — 38. fundur,  10. júlí 2009.

aðildarumsókn að Evrópusambandinu.

38. mál
[17:53]
Horfa

fjármálaráðherra (Steingrímur J. Sigfússon) (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Hv. þingmaður hefur misskilið mig. Þegar ég talaði um að þannig var frá málinu gengið átti ég við það samkomulag að tillaga um þetta mál yrði flutt. Þá var það gert mjög skýrt, ljóst, að því fylgdi ekki af okkar hálfu loforð um stuðning við hana. (Gripið fram í.) Ef menn muna blaðamannafundinn þegar ríkisstjórnin kynnti sínar áherslur í Norræna húsinu daginn sem hún var mynduð þá tók ég þetta mjög skýrt fram. (Gripið fram í.) Það kom mjög mjög skýrt fram og þannig er það og þannig verður það.

Ég get ekki sannara orð sagt en það að engar tilraunir hafa af minni hálfu verið gerðar til þess að fá einhverja þingmenn Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs til að breyta um afstöðu sína í þessu máli. Hana gera þeir upp við sig hver og einn eins og mun koma hér fram í atkvæðagreiðslum. (Gripið fram í.)