137. löggjafarþing — 38. fundur,  10. júlí 2009.

aðildarumsókn að Evrópusambandinu.

38. mál
[18:01]
Horfa

fjármálaráðherra (Steingrímur J. Sigfússon) (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Áður en við gefum okkur að slík staða komi upp og að hún verði stórfellt vandamál þá eigum við ekki að útiloka þann möguleika að menn verði einfaldlega sammála um það ef komin væri upp slík staða í samningunum að það væri einsýnt. Ég get bara sagt fyrir mig að ef það lægi orðið algerlega fyrir hverju væri hægt að ná fram í sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum og það væri óásættanlegt og þýddi algerlega óbreytta andstöðu beggja þessara mikilvægu atvinnugreina, þá er það afstaða mín að það eigi ekki að ganga yfir þær, þá á að láta staðar numið. (Gripið fram í: Og ekki kjósa …)