137. löggjafarþing — 38. fundur,  10. júlí 2009.

aðildarumsókn að Evrópusambandinu.

38. mál
[18:39]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Evrópusambandið er þekkt fyrir að búa til svokallaða töskubændur, þ.e. bændur sem eiga lönd og eru með leiguliða sem búa þeim. Svo eru það töskubændurnir sem eiga löndin, búa á búgörðunum sem fá beingreiðsluna frá Evrópusambandinu.

Stærstu og mestu styrkþegar Evrópusambandsins eru stórfyrirtækin sem framleiða og sýsla með landbúnaðarvörur og það er hægt að lesa í ágætri úttekt Bændablaðsins. Mig langar bara að velta því upp að ef þetta er svona óskaplega gott og fínt, hvers vegna í ósköpunum stangast þá þessi skoðun þeirra — eða ég ætla ekki að spyrja að því, því líklega máttu ekki tala aftur, hv. þingmaður. Því ætla ég ekki að spyrja að því. Ég ítreka bara að Bændasamtökin hafa lýst yfir með eindregnum hætti skoðun sinni á þessu fyrirbæri, þ.e. Evrópusambandinu og því að ganga þar inn. Ég tel því miður að það sem hér stendur uppfylli ekki þær óskir sem þar komi fram. Í raun þvert á móti.