137. löggjafarþing — 38. fundur,  10. júlí 2009.

aðildarumsókn að Evrópusambandinu.

38. mál
[18:41]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Persónulega get ég lýst því yfir að ég mundi ekki gera það þannig. Ég mundi ekki fara gegn henni. Ég get hins vegar ekki talað fyrir alla aðra sem hér eru, 62 eða þá sem kunna að verða hér inni ef til þess kemur, sem gætu verið einhverjir aðrir þingmenn. Ég vona svo sannarlega að hæstv. utanríkisráðherra verði þá enn þá hér og ég helst líka þannig að við getum haft (Gripið fram í.) gaman af því að spjalla. Jú, ég meina það innilega. Ég vona að hann verði hér. (Gripið fram í.) En persónulega þá mundi ég að sjálfsögðu fylgja því eftir.

Ég vil afþakka ágæta ráðgjöf eða hvað ég á að kalla það, útskýringar hæstv. ráðherra sem stjórnmálaskýranda. Eins og fyrr kom fram hér í dag þá lýsti hann því yfir að hann væri að uppistöðu líffræðingur en ekki stjórnmálafræðingur. Því held ég að hann ætti að halda sig bara við það en ekki vera í stjórnmálaskýringum.