137. löggjafarþing — 38. fundur,  10. júlí 2009.

aðildarumsókn að Evrópusambandinu.

38. mál
[22:08]
Horfa

Birgir Ármannsson (S) (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Ég kveð mér hljóðs til að ræða fundarstjórn forseta í framhaldi af umræðum sem áttu sér stað fyrr í kvöld þar sem athugasemdir voru gerðar við að fyrirhugað væri að halda fund á laugardegi. Við þingmenn höfum fengið þær upplýsingar frá þeim forsetum sem þá sátu að það væri ákvörðun sem ekki yrði breytt að hér ættu að fara fram þingfundir á morgun. En ég verð að vekja athygli á því að það hefur ekki komið fram af hálfu forseta hvers vegna þá brýnu nauðsyn ber til að halda fundi á laugardegi sem auðvitað er mjög óvenjulegt í störfum þingsins og hlýtur að teljast til undantekninga.

Nú liggur ekkert fyrir um það hvenær þingi lýkur og (Forseti hringir.) vandséð er hvaða aðstæður reka þingið til að funda á laugardegi í þessu máli.