137. löggjafarþing — 40. fundur,  13. júlí 2009.

tilhögun þingfundar.

[15:01]
Horfa

Forseti (Ásta R. Jóhannesdóttir):

Þrátt fyrir 4. mgr. 10. gr. þingskapa um lengd þingfunda er það tillaga forseta að þingfundur geti staðið lengur í dag en til kl. 8 í kvöld.

Forseti vill láta þess getið að ekki er gert ráð fyrir fundi lengur en til u.þ.b. kl. 10 í kvöld. Forseti áformar að hafa atkvæðagreiðslur á nýjum fundum upp úr kl. hálffjögur.