137. löggjafarþing — 40. fundur,  13. júlí 2009.

aðildarumsókn að ESB og ríkisstjórnarsamstarf.

[15:11]
Horfa

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (S):

Frú forseti. Ég ætla að túlka þessi orð hæstv. forsætisráðherra, svona eftir á og reyna að greina kjarnann frá hisminu öllu. Hún var einfaldlega að segja það að hæstv. fjármálaráðherra getur svo sem sagt að þingmenn hans eigi að greiða atkvæði eftir sinni bestu sannfæringu og samvisku en það bara skiptir engu máli, þeir verða að gera svo vel að fylgja því sem ríkisstjórnin segir til að hún haldist. Mér finnst þetta slæmt, mér finnst þetta vond skilaboð til samstarfsflokksins. Við upplifum það að enn og aftur er Samfylkingin að kúga Vinstri hreyfinguna – grænt framboð í hverju málinu á fætur öðru. Í stóru málunum fá þingmenn stjórnarflokkanna ekki að tjá sig eins og þeir vilja. Það kemur upp ný staða ef menn kjósa eftir sannfæringu sinni og staðan er sú að þá hótar Samfylkingin Vinstri grænum stjórnarslitum.