137. löggjafarþing — 42. fundur,  13. júlí 2009.

aðildarumsókn að Evrópusambandinu.

38. mál
[16:21]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Frú forseti. Hv. þingmaður sagðist hafa sannfæringu. Ég er enn að reyna að átta mig á því hver hún sé. Hann er eflaust mjög góður maður málamiðlana, hefur unnið frábært starf í nefndinni sem formaður, fundið sameiginlega lausn. En ég veit ekki enn hvaða sannfæringu hv. þingmaður hefur.

Hann vill að þjóðin fái að kjósa. Ég skil það. Síðan ætlar hann að fara að vilja þjóðarinnar. Ef hún vill ganga í Evrópusambandið þá vill hann ganga í Evrópusambandið. Nú langar mig til að spyrja hv. þingmann sem þingmann og sem einstakling sem fer eftir sannfæringu sinni: Vill hann sjálfur að Ísland verði hluti af Evrópusambandinu eftir segjum tíu ár? (Gripið fram í.)