137. löggjafarþing — 42. fundur,  13. júlí 2009.

aðildarumsókn að Evrópusambandinu.

38. mál
[16:40]
Horfa

Frsm. meiri hluta utanrmn. (Árni Þór Sigurðsson) (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Ég ítreka það sem ég hef sagt um þetta. Af hálfu Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs lá ljóst fyrir þegar við myndun ríkisstjórnarinnar að þingflokkur Vinstri grænna mundi ekki tryggja að þetta mál hlyti þá afgreiðslu eða niðurstöðu sem t.d. Samfylkingin hefur lagt mikla áherslu á, við mundum ekki geta tryggt það og að því gekk Samfylkingin. Hún gerði það þegar ríkisstjórnin var mynduð, ég reikna með að það standi af hálfu Samfylkingarinnar og kýs að leggja engan annan skilning í þetta en það sem var ljóst þegar ríkisstjórnin var mynduð og þessi sjónarmið komu fram af hálfu þingmanna Vinstri grænna.