137. löggjafarþing — 43. fundur,  14. júlí 2009.

aðildarumsókn að Evrópusambandinu.

38. mál
[14:52]
Horfa

Höskuldur Þórhallsson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er alveg sama hversu hart er tekið hér til orða, skilyrði Framsóknarflokksins er ekki að finna í þessu nefndaráliti. Hv. þingmaður getur skrifað 100 blaðsíður þar sem fjallað er um öll heimsins hagsmunamál okkar Íslendinga en þegar orðið „skilyrði“ kemur ekki fram eru þetta ekki skilyrði. Þá er þetta bara eitthvað sem menn eiga að hafa til hliðsjónar og til þess að velta upp vegna þess að þegar þú gefur einhverjum samningsumboð um að fara og leita samninga fyrir þig og þú gefur honum skilyrði þá á hann að koma heim ef skilyrðin eru ekki uppfyllt. Ef þú biður einhvern að fara og kaupa fyrir þig hús og þú segir: Ég set það skilyrði að það sé hvítt, en það stendur ekki til boða, þá er einfaldlega komið aftur heim.

Það eru ekki skilyrði og þess vegna segir einmitt að (Forseti hringir.) tiltekin skilyrði í umboði ríkisstjórnarinnar. muni ekki skila neinu umfram það. (Forseti hringir.) Þess vegna segi ég að það eru orð hv. formanns utanríkismálanefndar sjálfs.