137. löggjafarþing — 43. fundur,  14. júlí 2009.

aðildarumsókn að Evrópusambandinu.

38. mál
[20:41]
Horfa

Ásmundur Einar Daðason (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Ég vil þakka hv. þingmanni fyrir.

Ég ætla ekki að fullyrða hvort það er einhver tenging á milli ESB og Icesave, ég hef ekki trú á því. Þetta eru óskyld mál og ég lít svoleiðis á.

Varðandi asann sem er á þessu máli þá var það ekki að mínum vilja sem verið var að ræða Evrópusambandið á júlíkvöldi í sól og tuttugu og tveggja stiga hita til miðnættis hér á Alþingi, ég held að það liggi alveg ljóst fyrir.