137. löggjafarþing — 44. fundur,  15. júlí 2009.

þingfundur, nefndafundir og upplýsingar varðandi ESB-aðild.

[10:34]
Horfa

Ólína Þorvarðardóttir (Sf):

Frú forseti. Í þingsköpum Alþingis er gert ráð fyrir því að forseta sé heimilt að hnika til röð ræðumanna ef þörf krefur. Hér áðan var beint til mín spurningu og ég bað samstundis um orðið til að geta svarað henni en komst ekki að undir störfum þingsins. Ég verð því að nota þennan fundarskapalið, fundarstjórn forseta, til þess að svara spurningunni. Hún er svohljóðandi: (Gripið fram í.) Mér er ekki … (Forseti hringir.)

(Forseti (ÁRJ): Þetta er ekki fundarstjórn forseta.)

Ég geri athugasemd við fundarstjórn forseta, að hafa ekki hleypt mér á mælendaskrá …

(Forseti (ÁRJ): Það er ekki …) (Forseti hringir.)

… og vil leyfa (Forseti hringir.) mér, frú forseti … (Forseti hringir.) Þetta tekur tvær sekúndur.

(Forseti (ÁRJ): Forseti er með orðið. Hér á að ræða fundarstjórn forseta og forseti hnikar ekki til ræðuröð hér þegar rædd eru störf þingsins og tíminn er liðinn þannig að ég bið þingmanninn um að víkja úr ræðustóli.)

Ég ætla að hlýða forseta en svara um leið spurningunni: (Gripið fram í: Nei!) Mér var (Gripið fram í: Nei!) ekki kunnugt um …

(Forseti (ÁRJ): Nei, það er ekki um fundarstjórn.)

… þessa skýrslu.