137. löggjafarþing — 44. fundur,  15. júlí 2009.

þingfundur, nefndafundir og upplýsingar varðandi ESB-aðild.

[10:36]
Horfa

Forseti (Ásta R. Jóhannesdóttir):

Forseti vill geta þess að það var upplýst um fyrirhugaða dagskrá hér, að hún hæfist klukkan tíu. Það var gert í samráði við þingflokksformenn. Formenn nefnda hefðu átt að vita það. Þessi dagskrá var send á alla þingmenn (Gripið fram í: Hvenær?) í gærkvöldi þegar hún var ljós. Sömuleiðis er gert ráð fyrir nefndadegi á morgun og þá ættu menn að geta (Gripið fram í.) tekið til umræðu og fengið aftur Seðlabankann á fund fjárlaganefndar.