137. löggjafarþing — 44. fundur,  15. júlí 2009.

aðildarumsókn að Evrópusambandinu.

38. mál
[11:00]
Horfa

Ólína Þorvarðardóttir (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Eigum við ekki að fara í þessar aðildarviðræður og sjá hvað kemur út úr þeim áður en við leggjum mat á niðurstöður samnings um aðild að Evrópusambandinu sem ekki er enn orðin til? Ég ber í brjósti ákveðna von um niðurstöðu þess samnings og vona að ég hafi rétt fyrir mér (PHB: Trú á hvað?) en ég treysti því líka að ég og aðrir hv. þingmenn munum í afstöðu okkar til þessa máls bera hag þjóðarinnar allrar fyrir brjósti, það mun a.m.k. ráða minni afstöðu. En um lyktir málsins ætla ég ekki að ræða fyrr en ég sé hvað við höfum á borðinu eftir aðildarviðræður og það er fyrst að þeim loknum sem þjóðin hefur um eitthvað að kjósa.