137. löggjafarþing — 44. fundur,  15. júlí 2009.

aðildarumsókn að Evrópusambandinu.

38. mál
[11:02]
Horfa

Ólína Þorvarðardóttir (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Mér er það ljóst að við Íslendingar höfum, held ég, aldrei uppfyllt öll Maastricht-skilyrðin fyrir upptöku evrunnar þannig að það tekur sinn tíma, þ.e. við þurfum að ná niður vaxtastigi, ná niður verðbólgu og ná ákveðnu jafnvægi í ríkisfjármálum áður en við getum sótt um upptöku evrunnar. Það er einmitt þessi ferill sem skiptir svo miklu máli til að ná tökum á efnahagslífi þjóðarinnar. Ferillinn er heilandi í sjálfu sér.

Mér er illa við að fara með spádóma en vísir menn og spakir sem til þekkja hafa talað um kannski 7 ár. Ég tek það trúanlegt, mér finnst það hljóma sannfærandi, 7–10 ár.