137. löggjafarþing — 44. fundur,  15. júlí 2009.

aðildarumsókn að Evrópusambandinu.

38. mál
[14:18]
Horfa

Frsm. 1. minni hluta (Bjarni Benediktsson) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Mér heyrist að hv. þingmaður skipi sér í hóp með þeim sem vilja sjá hvað kemur út úr aðildarviðræðum. En hann sker sig þó nokkuð úr þeim hópi vegna þess að hann hefur það sjónarmið hér uppi fyrstur manna að því er ég tel að þetta ferli verði hollt fyrir þjóðina og að það séu alveg sérstök rök fyrir því að leggja inn umsókn um Evrópusambandsaðild að ganga í gegnum það ferli þó að það kosti jú um það bil 1.000 milljónir.

Ég vil leyfa mér að spyrja hv. þingmann: Hvað er það í störfum þingsins, í öllu því nefndarstarfi sem átt hefur sér stað, sem hefur gefið hv. þingmanni tilefni til þess að ætla að eitthvað annað komi út úr viðræðunum en það að við Íslendingar þurfum að gangast undir stefnu Evrópusambandsins í hinum ýmsu málaflokkum eins og til dæmis á sviði sjávarútvegsmála án undanþágna nema þá kannski með þeim fyrirvara að (Forseti hringir.) við fáum einhverjar tímabundnar lausnir?