137. löggjafarþing — 44. fundur,  15. júlí 2009.

aðildarumsókn að Evrópusambandinu.

38. mál
[15:26]
Horfa

utanríkisráðherra (Össur Skarphéðinsson) (Sf) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Eins og jafnan þá vill utanríkisráðherra greiða fyrir umræðu í þinginu. Ég segi þingheimi að það er alveg satt að ég vissi ekki af tilurð þessarar bakgrunnsskýrslu fyrr en í gær. Mér er tjáð það að vinna að þessari skýrslu hafi hafist í tíð fyrrverandi ríkisstjórnar, meðal annars meðan hv. þingmaður var hæstv. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.

Það eru í sjálfu sér engin leyndarmál í þessari skýrslu. Þarna er verið að máta íslenskan landbúnað við þýskan og finnskan og það kemur í ljós að það mundi vera slæmt fyrir landbúnaðinn ef hann hefði kjör hins þýska en ef hann hefði kjör hins finnska og bestu kjör til dæmis varðandi mjólkuriðnaðinn þá kæmi hann þokkalega út og svipað og núna, sauðfjárræktin betur.

Varðandi þetta þá er það einungis þannig að talið hefur verið að ýmsar upplýsingar þarna gætu verið slæmar. Það væri verra ef Evrópusambandið hefði þær ef við förum í þennan leiðangur sem við erum að ræða hér. En ég hef tekið þá ákvörðun eftir að hafa hlýtt á alþingismenn að þessi skýrsla verði sett á heimasíðu ráðuneytisins bara núna á næsta klukkutímanum.