137. löggjafarþing — 44. fundur,  15. júlí 2009.

aðildarumsókn að Evrópusambandinu.

38. mál
[18:19]
Horfa

heilbrigðisráðherra (Ögmundur Jónasson) (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Þetta er sjónarmið sem margir hafa og berjast fyrir og þeir munu greiða atkvæði með tillögum í þá veru sem liggja fyrir þinginu. Ég gerði fyrir mitt leyti samkomulag um annað, komst að annarri niðurstöðu um þetta ferli. (PHB: Hvaða hagsmuni … samkomulag?) Hv. þingmaður setur alla hluti sem menn segja inn í þröngan hagsmunafarveg. Það eru einhverjir hagsmunir sem ég á að vera að gæta eða hafna. Þetta snýst ekki um slíkt. Ég er að segja að það sem máli skiptir á endanum er að málið fái lýðræðislega niðurstöðu og hún verði fengin í lýðræðislegri kosningu.