137. löggjafarþing — 44. fundur,  15. júlí 2009.

aðildarumsókn að Evrópusambandinu.

38. mál
[20:38]
Horfa

Guðlaugur Þór Þórðarson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Guð láti gott á vita ef hæstv. utanríkisráðherra er farinn að fara eftir ályktunum Sjálfstæðisflokksins en því miður er eitthvað í það, sýnist mér. En hér kom hæstv. ráðherra og staðfesti það að stjórnarflokkarnir ætli að sjá til þess á morgun (Utanrrh.: Ég er opinn fyrir öllu.) að þjóðin fái ekki að ákveða hvort Ísland fari í ESB eða ekki, að þjóðin muni ekki taka ákvörðun um það. Það er bara þannig, hæstv. utanríkisráðherra, að formaður Samfylkingarinnar, hæstv. forsætisráðherra, getur ekki pínt þingmenn þess flokks til að greiða atkvæði. Það er bundið í stjórnarskránni. Þetta hélt ég að allir vissu. Hér kemur hæstv. utanríkisráðherra og hefur ekki hugmynd um hvað felst í Evrópusambandinu. Látum það liggja milli hluta þó menn vilji spila það leikrit en ekki spila það leikrit að hér sé hægt að pína þingmenn til að gera eitthvað sem þeir vilja ekki.