137. löggjafarþing — 45. fundur,  16. júlí 2009.

aðildarumsókn að Evrópusambandinu.

38. mál
[12:13]
Horfa

Þórunn Sveinbjarnardóttir (Sf):

Frú forseti. Tillaga hv. þingmanns er óþörf. Utanríkismálanefnd Alþingis hefur sett ramma um það starf sem fram undan er á hinu háa Alþingi verði tillaga stjórnarinnar samþykkt. Þar er ramminn um þann leiðangur sem Íslendingar ætla vonandi að leggja í og hann er að mínu viti í fullkomnu samræmi við þá stefnu sem Framsóknarflokkurinn hafði a.m.k. fyrir kosningar. Þingmenn Samfylkingarinnar segja nei við þessari tillögu vegna þess að hún er óþörf.