137. löggjafarþing — 45. fundur,  16. júlí 2009.

aðildarumsókn að Evrópusambandinu.

38. mál
[12:35]
Horfa

Ásmundur Einar Daðason (Vg):

Frú forseti. Við ræðum breytingartillögu um tvöfalda þjóðaratkvæðagreiðslu sem ég hafði hug á að taka þátt í að flytja og hef lýst því yfir hér að ég muni styðja þessa tillögu. Þetta er í samræmi við það sem kynnt var í kjördæmi mínu fyrir síðustu kosningar. Þetta er það lengsta sem ég hugsanlega get teygt mína sáttarhönd til að koma þessu Evrópusambandsmáli í einhvern farveg. Því segi ég já. Þjóðin á ekki einungis að eiga síðasta orðið, hún á líka að eiga það fyrsta.