137. löggjafarþing — 45. fundur,  16. júlí 2009.

aðildarumsókn að Evrópusambandinu.

38. mál
[12:36]
Horfa

Birgir Ármannsson (S):

Hæstv. forseti. Við höfum heyrt atkvæðaskýringar þingmanna Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs eins og hv. þm. Atla Gíslasonar og hv. þm. Ásmundar Einars Daðasonar. Það er greinilegt að þeir hafa talað af sannfæringu og í samræmi við stefnu síns flokks. Það hlýtur að vera umhugsunarefni fyrir aðra þingmenn flokksins að hlusta á þessar skýringar. (Gripið fram í: Hver er þín skoðun?) En svo ég víki að minni skoðun sem er skýr í þessu máli, þá styð ég þá leið að farið verði í þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort aðildarumsókn verði send inn. Ég held að þar stöndum við frammi fyrir mjög einföldum kostum, styðjum við það að stór mál fari í þjóðaratkvæðagreiðslu? Teljum við að þetta sé stórt mál? Ef við segjum já við þessum spurningum báðum hljótum við að segja já við þessari tillögu en þeir þingmenn sem talað hafa hátt um þjóðaratkvæðagreiðslur (Forseti hringir.) og þykjast hafa fundið upp lýðræðið verða að eiga það við sjálfa sig hvernig þeir greiða atkvæði í þessari atkvæðagreiðslu. Ég segi já.