137. löggjafarþing — 45. fundur,  16. júlí 2009.

aðildarumsókn að Evrópusambandinu.

38. mál
[12:43]
Horfa

Höskuldur Þórhallsson (F):

Virðulegi forseti. Eins dapurlegt og það er hefur því verið haldið fram á Alþingi að undanförnu að þjóðinni sé ekki treystandi til að greiða atkvæði um flókin mál. Ég er ósammála þeirri fullyrðingu. Ég er líka ósammála þeim sem halda því fram að þjóðinni sé ekki treystandi til að taka ákvörðun í þessu máli vegna þess að umræðan verði á einhvern hátt ómálefnaleg. Ég held að þjóðin geti vel greint á milli málefnalegrar og ómálefnalegrar umræðu.

Síðan vil ég taka það fram að lokum að áður en menn leggja í þann leiðangur að skoða hús þarf að taka þá ákvörðun hvort á annað borð eigi að skoða hús til að kaupa. Það hlýtur að vera fyrsta ákvörðunin. Í ljósi þessa alls og í ljósi þess að skilyrðum okkar framsóknarmanna var algerlega hafnað áðan, þá segi ég já. Ég tel að þjóðin eigi að fá að segja skoðun sína í veigamiklum málum.