137. löggjafarþing — 45. fundur,  16. júlí 2009.

aðildarumsókn að Evrópusambandinu.

38. mál
[12:54]
Horfa

Ragnheiður E. Árnadóttir (S):

Virðulegi forseti. Hér var verið að fella þá breytingartillögu okkar sjálfstæðismanna um að þjóðin fái að ákveða hvort haldið skuli í þessa vegferð, hvort sækja eigi um aðild að Evrópusambandinu og mér finnst mjög sorglegt að svo hafi farið. En ég trúi því ekki, og tek undir með hv. þm. Ólöfu Nordal, að óreyndu að hér í salnum séu þingmenn sem treysti því ekki að þjóðin fái að eiga síðasta orðið um þetta risavaxna skref.

Við verðum að tryggja það. Ég segi já.