137. löggjafarþing — 45. fundur,  16. júlí 2009.

aðildarumsókn að Evrópusambandinu.

38. mál
[12:55]
Horfa

Ragnheiður Ríkharðsdóttir (S):

Frú forseti. Í mínum huga þýðir þjóðaratkvæðagreiðsla að þjóðin eigi að ráða. Hún þýðir ekki að þjóðin sé að veita þinginu leiðbeiningar um það hvernig þingið eigi síðan að haga sér eða þingmenn að greiða atkvæði. Í þjóðaratkvæðagreiðslu birtist vilji þjóðarinnar. Það á að vera úrslitavald vilji menn á annað borð leggja mál í dóm þjóðarinnar. Þingmaðurinn Ragnheiður Ríkharðsdóttir segir já.