137. löggjafarþing — 45. fundur,  16. júlí 2009.

aðildarumsókn að Evrópusambandinu.

38. mál
[13:01]
Horfa

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (S):

Frú forseti. Eru menn búnir að gleyma því að bara fyrir nokkrum vikum lögðu stjórnarflokkarnir, hinir sömu, upp með það að hér ætti að vera bindandi þjóðaratkvæðagreiðsla? En það var vel að merkja fyrir kosningar. Nú er allt breytt. Nú þarf að breyta leikreglunum til að halda völdunum. Þetta eru sömu flokkarnir og sögðu fyrir kosningar: Við viljum bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu, að þjóðin fái að ráða. Síðan er taflinu snúið við til að halda völdum.

Það er mikilvægt að þjóðin hafi upphafsorðið en ekki síður lokaorðið og að þjóðin hafi vissu fyrir því að hún hafi raunverulegt lokaorð. Þess vegna segi ég já.