137. löggjafarþing — 45. fundur,  16. júlí 2009.

aðildarumsókn að Evrópusambandinu.

38. mál
[13:21]
Horfa

Steinunn Valdís Óskarsdóttir (Sf):

Frú forseti. 16. júlí er sögulegur dagur. Í dag fer fram atkvæðagreiðsla á hinu háa Alþingi um umsókn Íslands að Evrópusambandinu. Stefna míns flokks hefur legið lengi skýrt fyrir í þessu stóra máli. Það hefur verið athyglisvert og fróðlegt að fylgjast með oftast málefnalegum umræðum á þinginu síðustu daga þó að umræðurnar hafi stundum, að sjálfsögðu, eins og oft vill verða í svona stóru máli, fallið í pytti sem a.m.k. ég er ekki hrifin af.

Það er með miklu stolti sem ég stend hér sem þingmaður Samfylkingarinnar og segi eitt stórt já.