137. löggjafarþing — 45. fundur,  16. júlí 2009.

aðildarumsókn að Evrópusambandinu.

38. mál
[13:24]
Horfa

Tryggvi Þór Herbertsson (S):

Virðulegi forseti. Eftir samtöl við embættismenn í Evrópu, eftir samtöl við evrópska stjórnmálaleiðtoga, eftir að hafa stundað rannsóknir á forsendum Evrópusambandsins í næstum því 18 ár — ég tók þátt í skýrslunni sem gerð var fyrir inngöngu í Evrópska efnahagssvæðið árið 1991–1992 — er ég sannfærður um að við munum ekki fá varanlegar undanþágur frá sjávarútvegsmálum. Þekkjandi mína þjóð veit ég að ef við erum ekki með varanlegar undanþágur mun þjóðin fella samninginn í skoðanakönnun valdhafanna. Þess vegna segi ég að sú vegferð sem verið er að leggja upp í hérna sé tímaeyðsla og peningaeyðsla. (Forseti hringir.) Það sem við þurfum núna er tími og peningar. Þess vegna segi ég nei.