137. löggjafarþing — 45. fundur,  16. júlí 2009.

aðildarumsókn að Evrópusambandinu.

38. mál
[13:34]
Horfa

Ásmundur Einar Daðason (Vg):

Frú forseti. Ég tilheyri þeim hóp í salnum sem lítur ekki á þennan dag sem jákvæðan og bjartan dag. Ef þessi tillaga fer hér í gegn er þetta sorgardagur í mínum huga. Það hefur öllum verið ljós mín afstaða gagnvart því að Ísland sæki um aðild að Evrópusambandinu. Ég hef ekki farið leynt með hana. Ég hef barist fyrir þessu máli innan veggja Alþingis, sama með hverjum það er, úr hvaða flokki sem er og ég get upplýst það hér að varðandi hvert það mál sem kemur inn í þingið og tengist þessu máli þá stíg ég aftur upp úr flokkshjólförunum.

En það er samt svo að við skulum ekki vera allt of svartsýn og ekki hengja haus því að fyrsta orrustan er kannski að tapast en stríðið er eftir. Ég segi nei.