137. löggjafarþing — 45. fundur,  16. júlí 2009.

aðildarumsókn að Evrópusambandinu.

38. mál
[13:37]
Horfa

Birkir Jón Jónsson (F):

Frú forseti. Í þessu stóra máli, þessu mikla hagsmunamáli allra Íslendinga á hver og einn þingmaður að greiða atkvæði í samræmi við sína sannfæringu og það ætla ég mér að gera. Við stöndum núna í miðjum rústum efnahagslífsins og við megum ekki gleyma því að horfa fram á veginn. Framtíðarhagsmunir Íslendinga munu fyrst og síðast liggja í góðu samstarfi og samvinnu við aðrar þjóðir. Það er mín lífsskoðun.

Við stöndum á krossgötum, frú forseti, og á þessum krossgötum tel ég rétt að ganga til aðildarviðræðna og sjá hvað út úr slíkum samningum kemur og því segi ég já í samræmi við samvisku mína og sannfæringu.