137. löggjafarþing — 45. fundur,  16. júlí 2009.

aðildarumsókn að Evrópusambandinu.

38. mál
[13:44]
Horfa

Eygló Harðardóttir (F):

Frú forseti. Ég segi nei við þessari tillögu. Ég tel að hún uppfylli ekki, eins og þetta verður endanlega, skilyrði flokksþings framsóknarmanna. Ég tel að við eigum á þessu sumarþingi og næstu þingum að einbeita okkur að heimilunum og fyrirtækjunum í landinu. Það gerum við meðal annars með tillögum framsóknarmanna um afskriftir lána, um lækkun vaxta, afnám verðtryggingar og með því að stoppa Icesave. (Gripið fram í.) Þetta eru málin sem skipta íslensku þjóðina máli og því segi ég nei, frú forseti.