137. löggjafarþing — 45. fundur,  16. júlí 2009.

aðildarumsókn að Evrópusambandinu.

38. mál
[13:52]
Horfa

Höskuldur Þórhallsson (F):

Virðulegi forseti. Ég er þeirrar skoðunar að þjóðinni sé hollast á hvaða tímum sem er að halda sjálf á hagsmunum sínum. Ég tel að í því ástandi sem við búum við núna getum við undir engum kringumstæðum gefið eftir af auðlindum þjóðarinnar. Um það snerust skilyrði Framsóknarflokksins og þeim hefur verið hafnað. Það liggur fyrir. En við skulum átta okkur á því að þessi inngöngubeiðni í ESB er alfarið í boði Vinstri grænna. Þá vil ég rifja upp ummæli hæstv. heilbrigðisráðherra í umræðunni þegar hann þurfti að taka það sérstaklega fram að hann væri ekki í mótsögn við sjálfan sig og það gerði hann án allra frammíkalla eða nokkurs tilefnis til þeirra ummæla nema kannski vegna þess að samviska hans nagaði hann að innan (Gripið fram í.) og orð hans til kjósenda kölluðu á hann. Ég segi nei.