137. löggjafarþing — 46. fundur,  23. júlí 2009.

tilkynning.

[10:31]
Horfa

Forseti (Ásta R. Jóhannesdóttir):

Þrátt fyrir ákvæði í 4. mgr. 10. gr. þingskapa, um lengd þingfunda, er það tillaga forseta að þingfundur geti staðið lengur í dag en til kl. 8 í kvöld. Jafnframt vill forseti geta þess að um það varð sammæli á fundi með formönnum þingflokka að fundur stæði ekki lengur en til kl. 10 í kvöld.

Hádegishlé verður milli kl. 1 og 2 í dag. Er það lengt svo þingflokkar geti haldið fundi. Loks vill forseti geta þess að atkvæðagreiðslur verða síðdegis. Þær verða boðaðar sérstaklega.