137. löggjafarþing — 46. fundur,  23. júlí 2009.

gerð Icesave-samningsins.

[10:41]
Horfa

forsætisráðherra (Jóhanna Sigurðardóttir) (Sf):

Hæstv. forseti. Út af upphafsorðum hv. þingmanns vil ég fyrst taka fram að ég tel engin tengsl á milli Icesave-samningsins og umsóknaraðildar að ESB. (Gripið fram í.) Ég tel fráleitt að tengja það (Gripið fram í: Ha?) saman eins og hollenski utanríkisráðherrann gerði. Mér finnst afar óheppilegt að það skuli hafa verið gert með þessum hætti.

Eitt af því sem hefur verið nefnt er alveg rétt, og hv. þingmaður nefndi, þessi svokölluðu Brussel-viðmið og raunverulega fleira, að styrkja þurfi endurskoðunarákvæðið í samningnum, þá í tengslum við gjald- og greiðsluþol þjóðarinnar. Þetta er mál sem ég veit að þingnefndir eru að skoða og ég hefði talið æskilegt að ná inn þessu Brussel-viðmiði. Ég heyri að nefndirnar eru að skoða það í þeirri umgjörð sem þær vilja sjá þennan samning í. (Gripið fram í: Það er búið að rífa …)