137. löggjafarþing — 46. fundur,  23. júlí 2009.

innstæðutryggingar.

[10:54]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (F):

Virðulegi forseti. Ég vil þakka hæstv. fjármálaráðherra fyrir svör hans. Ég skil þau þannig og ég tel að skýrt hafi verið kveðið uppi með það, hann leiðréttir mig ef ég fer með rangt mál, að það eru allar innstæður tryggðar eins og áður hafði verið gefið út um. Hins vegar kom fram í máli ráðherrans: „þangað til annað hefur verið ákveðið“, og ég geri þá ráð fyrir að hann eigi við að þegar ljóst er orðið að bankakerfið og fjármálakerfið sé orðið sjálfbært og geti staðið undir sér þá verði þetta endurskoðað, fyrr ekki.

Ég vil þakka ráðherranum fyrir að lýsa því yfir með skýrum hætti að allar innstæður fyrirtækja og einstaklinga eru áfram tryggðar óháð því hversu háar þær eru.

(Forseti (ÁRJ): Forseti vill minna hv. þingmenn á að nota hefðbundin ávarpsorð í þingsal.)