137. löggjafarþing — 46. fundur,  23. júlí 2009.

frumvarp um Bankasýslu ríkisins.

[11:02]
Horfa

fjármálaráðherra (Steingrímur J. Sigfússon) (Vg):

Frú forseti. Ef ég á að skilja hv. þingmann þannig að hann vilji að þetta sé bara áfram inni í fjármálaráðuneytinu, þá þakka ég auðvitað traustið. Ég hef fundið fyrir því hversu mikið traust sjálfstæðismenn bera til þess að eignarhaldið á öllum bönkum í landinu sé inni í fjármálaráðuneytinu í umræðum undanfarnar vikur.

Ég hélt að við værum að tala um annað fyrirkomulag, ég hélt að við værum að tala um (Gripið fram í.) að búa til (Gripið fram í.) armslengd frá (Gripið fram í.) framkvæmdarvaldinu með því að búa (Gripið fram í.) um þetta með faglegri umgjörð. Að sjálfsögðu ræðst umfang starfseminnar og kostnaður af rekstri stofnunarinnar af þeim verkefnum sem þar verða. Og eftir því sem þau eru minni verður það minna. Þetta er fyrirkomulagsatriði, verkin þarf að vinna og þau kosta eitthvað, hvort sem þau eru unnin af starfsmönnum í ráðuneyti eða af sérhæfðu fólki sem á grundvelli þessa fyrirkomulags (Gripið fram í.) sér um þetta í Bankasýslunni.

Ég átta mig ekki alveg á því hvernig sjálfstæðismenn vilja hafa þetta. Vilja þeir sem sagt að eignarhaldið verði áfram óbreytt inni í fjármálaráðuneytinu? Það eru tíðindi (Gripið fram í.) (Forseti hringir.) fyrir mig. (Gripið fram í.)