137. löggjafarþing — 46. fundur,  23. júlí 2009.

Lánasjóður íslenskra námsmanna.

82. mál
[12:02]
Horfa

Frsm. menntmn. (Oddný G. Harðardóttir) (Sf):

Frú forseti. Ég vil taka undir með hv. þingmönnum sem hafa rætt um jákvæð áhrif þeirra breytinga sem hér er verið að leggja til og sem stuðla að enn frekara jafnrétti til náms sem er auðvitað mikilvægasta atriðið í þessu máli finnst mér.

Markmiðin með frumvarpinu lúta fyrst og fremst að jafnréttis- og samræmingarsjónarmiði en mér finnst mikilvægt að hér komi fram vegna þess að hv. þm. Unnur Brá Konráðsdóttir minntist á óvissuþættina varðandi kostnaðarmatið og það er alveg hárrétt að þeir eru ýmsir óvissuþættirnir þar. En sá sem tekur lán haustið 2009 útskrifast í fyrsta lagi í janúar 2010 og hefur afborgun af láninu árið 2012. Samkvæmt upplýsingum frá stjórn Lánasjóðsins verður auðvelt að bregðast við ef afskriftir aukast og það var með þetta í huga sem allir gátu tekið undir markmið þessara laga og stutt þessa framgöngu þó að hart sé í ári.