137. löggjafarþing — 46. fundur,  23. júlí 2009.

aðild starfsmanna við samruna félaga með takmarkaðri ábyrgð yfir landamæri.

37. mál
[15:10]
Horfa

Forseti (Steinunn Valdís Óskarsdóttir):

Forseti vill í tilefni orða tveggja þingmanna um fundarstjórn forseta taka það fram að það er skylda forseta að gæta þess að allt fari skikkanlega fram í sölum Alþingis. Forseti reynir að sjálfsögðu að gæta jafnræðis en auðvitað getur það komið fyrir þar sem þeir forsetar sem stjórna þingfundum eru alls sex, að það gæti ekki fyllsta samræmis á milli þess hvernig þeir haga sinni fundarstjórn en við munum að sjálfsögðu fara yfir það í forsætisnefnd þingsins.

Varðandi athugasemd um fundarstjórn forseta er laut að ræðu hv. þm. Jóns Gunnarssonar voru þetta eingöngu vinsamleg tilmæli forseta með vísan í það mál sem um var að ræða og forseti lítur ekki svo á að þingmaðurinn hafi verið snupraður af hálfu forseta.