137. löggjafarþing — 46. fundur,  23. júlí 2009.

starfsmenn í hlutastörfum.

70. mál
[15:16]
Horfa

Frsm. fél.- og trn. (Lilja Mósesdóttir) (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Hv. þm. Vigdís Hauksdóttir talar um að þessi tilskipun auki ekki réttindi þeirra sem eru á tímavinnukaupi. Því er reyndar ekki þannig farið. Þessi leiðrétting er til komin vegna þess að þegar tilskipunin var innleidd hér 2004 skildu embættismennirnir hér á landi tilskipunina þannig að ekki mætti ráða fólk í tímavinnu. Í tímavinnu starfa meðal annars háskólakennarar margir hverjir og fólk á námssamningum.

Það hefur síðan komið í ljós, meðal annars eftir að ESA-dómstóllinn benti á ágalla við innleiðingu hér á landi að þetta er rangur skilningur. Fólk sem er ráðið í tímavinnu, eins og háskólakennarar og aðrir, námsmenn á samningi, er í raun og veru í hlutastarfi. Þetta frumvarp fjallar um það að tryggja að fólk sem er ráðið í tímavinnu njóti sömu réttinda og fólk í hlutastörfum þannig að það má eiginlega segja að verið sé að tryggja þessu fólki aukin réttindi.