137. löggjafarþing — 47. fundur,  24. júlí 2009.

Bankasýsla ríkisins.

124. mál
[13:48]
Horfa

Frsm. minni hluta viðskn. (Ragnheiður E. Árnadóttir) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég vil í stuttu andsvari spyrja hv. þingmann sem sagði að það kosti sitt að reka Bankasýsluna sem deild í fjármálaráðuneytinu. Telur þingmaðurinn í ljósi þess að við erum að fara í mesta niðurskurð ég vil leyfa mér að segja í Íslandssögunni, þar sem fjármálaráðuneytið fær núna á fjárlögum 680 millj., hefur verið að rækja þetta hlutverk síðustu mánuði, telur þingmaðurinn það algerlega útilokað að gerð væri sú krafa til fjármálaráðuneytisins að þeir sinntu þessu hlutverki innan þeirra fjárheimilda sem þeir hafa núna? Þannig gætum við sparað ríkissjóði 70–80 millj. kr. sem ég er viss um að ég og þingmaðurinn gætum fundið góðan stað til að verja í önnur mál.