137. löggjafarþing — 48. fundur,  10. ág. 2009.

3. fsp.

[15:20]
Horfa

forsætisráðherra (Jóhanna Sigurðardóttir) (Sf):

Virðulegi forseti. Ég get ekki fallist á að það sé á einhverjum óljósum forsendum sem Norðurlöndin veittu lán til Íslands. Við höfum gert ákveðna áætlun í samvinnu við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og partur af því og liður í því eru þær lánveitingar sem Norðurlöndin ætla að veita okkur þannig að það er ekkert óljóst í því sem hv. þingmaður er að nefna. Það hefur komið fram varðandi Norðurlöndin að þessi lán eru veitt til þess að styrkja hér gjaldeyrisforðann okkar eins og ég nefndi áðan en ekki til þess að greiða skuldbindingar okkar gagnvart Icesave-samningnum. Í mínum huga er því ekkert óljóst í þessu sambandi.