137. löggjafarþing — 49. fundur,  11. ág. 2009.

kosning í bankaráð Seðlabanka Íslands.

[14:04]
Horfa

Þór Saari (Bhr) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Ég óska eftir því að gera athugasemd við þessa kosningu í bankaráð Seðlabanka Íslands. Borgarahreyfingin mótmælir því að hér sé kosið í bankaráð Seðlabankans með pólitískum hætti og af pólitískum meiri hluta þingsins. Það er lágmarkskrafa að bankaráð Seðlabankans, sem og stjórnir annarra ríkisstofnana, sé skipað á faglegum forsendum en ekki pólitískum.

Bankaráð Seðlabanka Íslands, fyrir utan hv. þm. Sigríði Ingibjörgu Ingadóttur, brást algerlega hlutverki sínu í aðdraganda og eftirmála hrunsins á síðasta ári og ekkert hefur enn komið fram sem bendir til þess að nýtt fólk í bankaráðinu muni, eða eigi eftir að láta að sér kveða. Bankaráð Seðlabankans á ekki að vera kaffisamsæti flokksgæðinga sem eru ábyrgðarlausir í störfum sínum, heldur vera skipað hæfu fólki ráðnu á faglegum forsendum. Við óskum því að kosningu þessari verði frestað og staðið að henni með öðrum hætti í framtíðinni.